Kampavínsmarinering fyrir 500.000 á dag

Rihanna.
Rihanna. DANNY MOLOSHOK

Söngkonan Rihanna kann svo sannarlega að tríta sig og sparar ekki við sig þegar kemur að flottheitum. Síðustu vikuna hefur hún verið í fríi í Evrópu og lifað sannkölluðu lúxuslífi. Hún leigði til dæmis snekkju og sigldi með henni um Ítalíu og Frakkland. Hún var ekki ein á ferð því hún bauð vinum sínum með sér.

Ekki hefur vantað neitt upp á stuðið á lúxussnekkjunni því Rihanna og vinir hennar hafa djammað til sex á morgnana án þess að blása úr nös. Á meðan á ferðinni hefur staðið hefur Rihanna eytt tæplega 600.000 krónum á dag í mat og kampavín.

Heimildarmaður sagði í samtali við The Sun að Rihanna og félagar drykkju Laurent-Perrier kampavín á daginn og svo færu þau yfir í  Moét og Chandon kampavín, Grey Goose vodka og Red Bull þegar kvölda tæki.

Fríið endaði í Cannes á miðvikudaginn. Kannski eins gott því Rihanna hefur eflaust nóg annað við tímann að gera en að vera í kampavínsmarineringu við Frakklandsstrendur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar