Morgan Freeman langar að ættleiða þorp

Morgan Freeman.
Morgan Freeman. DANNY MOLOSHOK

Þegar stórleikarinn Morgan Freeman var við kvkmyndatökur í Greenwood Lake í New York heillaðist hann svo af þorpinu að nú langar hann að ættleiða það. Það er svolítið vinsælt hjá fræga fólkinu að ættleiða einstaklinga frá fátækari löndum en það er fáheyrt að fólk ættleiði heilt þorp.

Þorpið heillaði hann svo upp úr skónum að nú langar hann að leggja sitt af mörkum og styðja við þorpið með peningagjöfum.

Heimildarmaður sagði í samtali við National Enquirer að þorpið hefði hrifið hann og hann langaði að leggja sitt af mörkum.

„Þorpið er í klukkutíma fjarlægð frá Manhattan og langar hann að leggja þeim lið.“

Morgan Freeman hefur ferðast mikið á ævi sinni og segir hann að Greenwood Lake búi yfir sérstökum náttúrutöfrum. Haft var eftir honum að hann myndi gjarnan vilja fara þangað í frí og njóta lífsins á þessum dásamlega stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan