Snape í uppáhaldi hjá lesendum

Leikarinn fjölhæfi Alan Rickman er eins og fæddur til að …
Leikarinn fjölhæfi Alan Rickman er eins og fæddur til að leika fýlupúkann Snape. .

Hinn illa greiddi og ógeðfelldi Severus Snape stóð uppi sem óvæntur sigurvegari vinsældakeppni Bloomsbury-bókaútgáfunnar, sem gefur út hinar gríðarlega vinsælu bækur um galdrapiltinn Harry Potter og baráttu hans við illmennið Voldemort.

Um 70 þúsund manns greiddu atkvæði í könnun bókaútgáfunnar um hver væri uppáhalds Harry Potter-persóna lesenda og hlaut töfradrykkjakennarinn Snape heil 20% atkvæða. Í öðru sæti lenti bókabéusinn Hermione Granger, í því þriðja guðfaðir Potter, Sirius Black, en sjálfur varð drengurinn með örið að gera sér fjórða sætið að góðu.

Það þarf þó engan að undra að höfundur Harry Potter-bókanna, JK Rowling, hefur löngum sagt að Harry sé hennar uppáhald. Hann er þó ekki fyrstur í röðinni yfir þá sem hún myndi vilja rabba við yfir góðum mat. „Nú þegar ég hef lokið við bækurnar myndi ég helst vilja fá Dumbledore í mat. Við hefðum margt að ræða og ég kynni vel að meta ráðleggingar hans; ég held að allir myndu vilja hafa einn Dumbledore í lífi sínu,“ segir Rowling.

Dumbledore lenti hins vegar aðeins í áttunda sæti í könnuninni sem sett var af stað í maí. Alls höfðu aðdáendur bókanna úr 40 persónum að velja en sá sem flestir vildu nefna en var ekki á listanum var Quiddich-fyrirliðinn Oliver Wood.

Listann í heild sinni má sjá á heimasíðu Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir