Kastaði margra milljóna úri út í áhorfendaþvöguna

Chris Brown.
Chris Brown. mbl.is/COVER

Söngvarinn Chris Brown lenti í því óhappi á sunnudaginn á MTV-verðlaunahátíðinni að úr sem að hann var með kastaðist út í áhorfendaþvöguna. Taldi Brown öruggt að hann myndi aldrei líta dýrgripinn augum á ný en annað kom á daginn.

Úrið er forláta gripur skreytt með ostruskeljum og kostar litlar 2,5 milljónir íslenskra króna. Þegar Brown mætti upp á sviðið til að syngja ákvað hann að taka af sér úrið og kasta því baksviðs í öruggt skjól. Ekki vildi þó betur til en svo að úrið lenti í miðri áhorfendaþvögunni og taldi Brown víst að það myndi aldrei skila sér.

Hann sendi þó lífvörð sinn til öryggis að leita að úrinu og bar leitin árangur því að heiðarlegur áhorfandi skilaði því samstundis.

Brown sá þó ekki ástæðu til að þakka viðkomandi persónulega en segist samt mjög þakklátur og undrandi á heiðarleika viðkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir