Mega nú spila Dire Straits

Útvarpstæki
Útvarpstæki mbl.is/ÞÖK

Kanadískum útvarpsstöðvum var í dag veitt heimild til að spila lag Dire Straits, Money for Nothing eftir að bann við spilun lagsins í kanadísku útvarpi var afnumið. Lagið var tekið úr spilun árið 1985 þar sem orðið „faggott“(hommi), kom fyrir í því en hlustandi frá Nýfundnalandi kvartaði yfir notkun orðsins.

Textinn þótti á þeim tíma ganga gegn mannréttindaklásúlu í kanadískum útvarpslögum. Kanadíska útvarpsráðið hefur nú snúið þeim úrskurði, þar sem orðið hafi verið notað í kaldhæðni í textanum og ekki væri hægt að sýna fram á að það væri sett fram af illvilja!

Við úrskurðinn tók nefndin tillit til þess Mark Knopler samdi lagið eftir að hafa heyrt verksmiðjustarfsmann kvarta yfir þeim mismun sem væri á lífsstíl hans og tónlistarmannanna sem hann sá á sjónvarpsstöðinni MTV. Var það mat nefndarinnar að sagan sem sögð væri í laginu og teygði sig yfir átta mínútur væri nógu vel uppbyggð til að réttlæta notkun textans.

Knopler syngur mismunandi útgáfur af textanum á tónleikum og nú hafa kanadískir útvarpsmenn leyfi til að spila þær allar ef þeim sýnist svo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup