Mega nú spila Dire Straits

Útvarpstæki
Útvarpstæki mbl.is/ÞÖK

Kanadískum útvarpsstöðvum var í dag veitt heimild til að spila lag Dire Straits, Money for Nothing eftir að bann við spilun lagsins í kanadísku útvarpi var afnumið. Lagið var tekið úr spilun árið 1985 þar sem orðið „faggott“(hommi), kom fyrir í því en hlustandi frá Nýfundnalandi kvartaði yfir notkun orðsins.

Textinn þótti á þeim tíma ganga gegn mannréttindaklásúlu í kanadískum útvarpslögum. Kanadíska útvarpsráðið hefur nú snúið þeim úrskurði, þar sem orðið hafi verið notað í kaldhæðni í textanum og ekki væri hægt að sýna fram á að það væri sett fram af illvilja!

Við úrskurðinn tók nefndin tillit til þess Mark Knopler samdi lagið eftir að hafa heyrt verksmiðjustarfsmann kvarta yfir þeim mismun sem væri á lífsstíl hans og tónlistarmannanna sem hann sá á sjónvarpsstöðinni MTV. Var það mat nefndarinnar að sagan sem sögð væri í laginu og teygði sig yfir átta mínútur væri nógu vel uppbyggð til að réttlæta notkun textans.

Knopler syngur mismunandi útgáfur af textanum á tónleikum og nú hafa kanadískir útvarpsmenn leyfi til að spila þær allar ef þeim sýnist svo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir