Friðrik krónprins Danmerkur fékk smákafbát að gjöf er hann heimsótti Admirateyskiy skipasmíðastöðina í Sankti-Pétursborg í Rússlandi í morgun. Kafbáturinn er líkan af síðasta kafbátnum sem þar var smíðaður fyrir rússneska flotann.
Admirateyskiy skipasmíðastöðin var stofnuð af Pétri mikla árið 1704, en hann taldi nauðsynlegt að Rússland ætti voldugan skipaflota til að geta látið til sín taka á höfum heims.