Byrgi fyrir klámhunda

Teikningin sýnir sæta- og súluskipan í byrginu.
Teikningin sýnir sæta- og súluskipan í byrginu. Teikning/Pink Visual

Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins Pink Visual, sem sérhæfir sig í erótísku efni, vita hvert þeir eiga að snúa sér komi til heimsendis á næsta ári, líkt og Maja-indíánar hafa lengi spáð. Þeim stendur nefnilega til boða að fá aðgang að neðanjarðarbyrgi þar sem m.a. verður boðið upp á súludans.

Vefur viðskiptastöðvarinnar CNBC segir frá þessu en þar kemur fram að í byrginu verði að finna sérútbúinn frjósemisklefa.

Fylgir ekki sögunni hvaða tækjum hann verði búinn.

Þá verður gerður mannamunur með sérstökum svítum í byrginu fyrir mikilvæga gesti.

Var hugmyndin upphaflega sú að aðeins vinir og vandamenn starfsmanna fyrirtækisins fengju aðgang að byrginu. Var svo ákveðið að bjóða helstu viðskiptavinum þess upp á herlegheitin.

Vart þarf að taka fram, í ljósi frjósemisklefans, að tilgangurinn er að gera viðstöddum kleift að lifa af þær hamfarir sem kunna að dynja á jörðinni á næsta ári, reynist spásögnin fræga á annað borð rétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar