Í gær barst yfirvöldum í Suður-Afríku tilkynning um að kafari hefði ekki snúið aftur úr köfunarferð í hafinu við Höfðaborg. Viðamikil leit var þegar skipulögð að manninum, en síðar kom í ljós að hann var síður en svo neðansjávar, heldur var hann á bak við lás og slá í fangelsi.
Móðir mannsins lét lögreglu vita af fangavist sonar síns. en hann hafði komist í kast við laganna verði fyrir að hafa stundað köfun án heimildar.
Fyrir það var hann hnepptur í fangelsi og fengu vinir hans af honum þungar áhyggjur þegar hann skilaði sér ekki aftur og tilkynntu lögreglu um hvarf hans.