Íslendingur tökustjóri hjá Nirvana

Nirvana

VH1 mun fagna tuttugu ára afmæli tímamótaverks Nirvana, Nevermind, með því að sýna nýja tónleikamynd Nirvana: Live at the Paramount núna á föstudaginn. Myndin fer einnig í valin kvikmyndahús en tökustjóri myndarinnar er Ágúst Bjarnason. Tónleikarnir voru teknir upp í heimaborg sveitarinnar, Seattle, á hrekkjavökunni. Ágúst vann á þessum árum með frægum bandarískum rokksveitum, þar á meðal Nirvana og Guns N' Roses. Hann hefur verið stórtækur í auglýsingagerð undanfarið og unnið mikið með knattspyrnuhetjum eins og Dider Drogba, Frank Lampard og Yuri Zhirkov. Myndin kemur svo út í föstu formi 27. september.

Hér má sjá brot úr myndinni: http://reels.sohosoho.tv/xhtml=4U29QD1Z



Ágúst ásamt fótboltastjörnunni Gattuso
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar