Hljómsveitin R.E.M. hætt

Mike Mills, Michael Stipe og Peter Buck.
Mike Mills, Michael Stipe og Peter Buck. CHIP EAST

Aðdáendur hljómsveitarinnar R.E.M. þurfa að bíta í það súra epli að hljómsveitin er hætt eftir 31 árs samstarf. Hljómsveitarmeðlimir tilkynntu í gær að þeir myndu ekki spila meira saman. Þeir sem voru svo heppnir að komast á tónleika með hljómsveitinni geta yljað sér við minninguna, hinir verða að láta sér það duga að hlusta á gömlu plöturnar.

Aðalsöngvari hljómsveitarinnar, Michael Stipe, 51 árs, gítarleikarinn Peter Buck, 54 ára, og bassaleikarinn Mike Mills, 52 ára, hafa gefið út samtals 15 plötur á ferlinum sem innihalda marga stórsmelli.

„Við erum og verðum alltaf vinir en nú er komið að leiðarlokum í hljómsveitinni,“ segir á heimasíðu R.E.M.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar