Hljómsveitin R.E.M. hætt

Mike Mills, Michael Stipe og Peter Buck.
Mike Mills, Michael Stipe og Peter Buck. CHIP EAST

Aðdáendur hljómsveitarinnar R.E.M. þurfa að bíta í það súra epli að hljómsveitin er hætt eftir 31 árs samstarf. Hljómsveitarmeðlimir tilkynntu í gær að þeir myndu ekki spila meira saman. Þeir sem voru svo heppnir að komast á tónleika með hljómsveitinni geta yljað sér við minninguna, hinir verða að láta sér það duga að hlusta á gömlu plöturnar.

Aðalsöngvari hljómsveitarinnar, Michael Stipe, 51 árs, gítarleikarinn Peter Buck, 54 ára, og bassaleikarinn Mike Mills, 52 ára, hafa gefið út samtals 15 plötur á ferlinum sem innihalda marga stórsmelli.

„Við erum og verðum alltaf vinir en nú er komið að leiðarlokum í hljómsveitinni,“ segir á heimasíðu R.E.M.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir