Sú var tíðin að konur flykktust til lýtalækna og vildu fá þjóhnappa eins og Jennifer Lopez eða Kim Kardashian. Nú hefur hinsvegar orðið mikil breyting á og vinsælustu þjóhnapparnir vestanhafs tilheyra engri annarri en Pippu Middleton.
ABC sjónvarpsstöðin fjallaði um málið og meðal viðmælenda var Christina Valdez sem að fór í umfangsmikið fitusog og í kjölfarið í þjóhnappamótun til að líkjast Pippu sem mest. Að sögn Valdez varð hún bergnumin yfir fögrum vexti Pippu í konunglega brúðkaupin og sór þess dýran eið að líkjast henni sem mest hún gæti.
Valdez er himinlifandi með árangurinn en lýtalæknar hafa ítrekað að um umfangsmikla aðgerð er að ræða sem ætti ekki að ana út í að óþörfu.