Vill bækurnar í bók!

Áhorfendur 60 Mínútna munu án efa sakna röflsins í Andy …
Áhorfendur 60 Mínútna munu án efa sakna röflsins í Andy Rooney. Reuter

Banda­ríski sjón­varps­maður­inn Andy Roo­ney, sem hef­ur slegið botn­inn í fréttaþætt­ina 60 mín­út­ur í meira en 30 ár með pistl­um sín­um um banda­rískt þjóðlíf, mun hætta störf­um eft­ir þessa viku.

Roo­ney er 92 ára gam­all og hef­ur unnið í fullu starfi fyr­ir þátt­inn frá því 1978 en hafði skrifað eitt og eitt fréttainnslag fyr­ir hann í tíu ár áður. Í síðasta þætti sín­um næst­kom­andi sunnu­dag flyt­ur hann pist­il núm­er 1.097, en þeir hafa í gegn­um tíðina fjallað um t.d. stríð, um­ferðarör­ygg­is­mál, kynþátta­hyggju í Banda­ríkj­un­um, mann­leg sam­skipti og stjórn­mál.

Pistl­arn­ir, sem taka um tvær mín­út­ur í flutn­ingi, hafa unnið til fernra Emmy-verðlauna og voru oft­ar en ekki skrifaðir í fyrstu per­sónu og beint til „venju­legra“ Banda­ríkja­manna. Roo­ney var oft gagn­rýn­inn á banda­ríska menn­ingu í pistl­um sín­um, sem byrjuðu gjarn­an á orðunum: „Það sem ég skil ekki ...“

Upp á síðkastið var 21. öld­in Roo­ney hug­leik­in og hann kvartaði í pistl­un­um yfir „svo­kölluðum“ tækni­fram­förum og nú­tímaþjóðfé­lagi, sem hann var raun­ar ánægður með að hafði skilið hann eft­ir í hraðri fram­rás sinni.

„Ég hef eng­an áhuga á því að hafa bæk­urn­ar mín­ar í raf­tæki. Ég vil þær í bók,“ sagði hann í ein­um pistli sín­um fyrr á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir