Vill bækurnar í bók!

Áhorfendur 60 Mínútna munu án efa sakna röflsins í Andy …
Áhorfendur 60 Mínútna munu án efa sakna röflsins í Andy Rooney. Reuter

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Andy Rooney, sem hefur slegið botninn í fréttaþættina 60 mínútur í meira en 30 ár með pistlum sínum um bandarískt þjóðlíf, mun hætta störfum eftir þessa viku.

Rooney er 92 ára gamall og hefur unnið í fullu starfi fyrir þáttinn frá því 1978 en hafði skrifað eitt og eitt fréttainnslag fyrir hann í tíu ár áður. Í síðasta þætti sínum næstkomandi sunnudag flytur hann pistil númer 1.097, en þeir hafa í gegnum tíðina fjallað um t.d. stríð, umferðaröryggismál, kynþáttahyggju í Bandaríkjunum, mannleg samskipti og stjórnmál.

Pistlarnir, sem taka um tvær mínútur í flutningi, hafa unnið til fernra Emmy-verðlauna og voru oftar en ekki skrifaðir í fyrstu persónu og beint til „venjulegra“ Bandaríkjamanna. Rooney var oft gagnrýninn á bandaríska menningu í pistlum sínum, sem byrjuðu gjarnan á orðunum: „Það sem ég skil ekki ...“

Upp á síðkastið var 21. öldin Rooney hugleikin og hann kvartaði í pistlunum yfir „svokölluðum“ tækniframförum og nútímaþjóðfélagi, sem hann var raunar ánægður með að hafði skilið hann eftir í hraðri framrás sinni.

„Ég hef engan áhuga á því að hafa bækurnar mínar í raftæki. Ég vil þær í bók,“ sagði hann í einum pistli sínum fyrr á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan