Lars von Trier yfirheyrður

Lars von Trier á blaðamannafundinum í Cannes
Lars von Trier á blaðamannafundinum í Cannes Reuters

Danski leik­stjór­inn Lars von Trier sagði í dag að danska lög­regl­an hefði yf­ir­heyrt hann í tengsl­um við um­mæli hans á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es varðandi Ad­olf Hitler. Seg­ir von Trier að yf­ir­heyrsl­an hafi verið að beiðni franskra sak­sókn­ara sem hafi lagt fram ákæru á hend­ur hon­um. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá leik­stjór­an­um í dag. Aft­ur á móti kann­ast frönsk yf­ir­völd ekki við að hafa lagt fram slíka beiðni.

Held­ur von Trier því fram að lög­regl­an á Norður-Sjálandi hafi yf­ir­heyrt hann vegna rann­sókn­ar í tengsl­um við ákæru af hálfu sak­sókn­ara­embætt­is­ins í Grasse. Seg­ir Trier í til­kynn­ing­unni að svo geti verið að hann hafi brotið frönsk lög sem banna um­mæli sem upp­hefja stríðsglæpi.

Á blaðamanna­fundi í Cann­es í maí eft­ir frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar von Triers Mel­ancholia sat leik­stjór­inn fyr­ir svör­um. Þar sagði von Trier að hann skildi Hitler.

„Mig langaði mikið til að vera gyðing­ur, en svo komst ég að því að ég væri í raun og veru nas­isti. Þið vitið, vegna þess að fjöl­skylda mín er þýsk - Hart­mann - sem gladdi mig ör­lítið,“ sagði leik­stjór­inn þegar hann var spurður út í þýsk­an bak­grunn sinn.

„Ég skil Hitler. Ég veit að hann gerði slæma hluti, já al­gjör­lega, en ég get séð hann sitja í neðanj­arðarbyrgi sínu í lok­in.“

Þegar Kir­sten Dunst, sem leik­ur aðal­hlut­verkið í mynd­inni og er einnig af þýsku bergi brot­in, fór að ókyrr­ast í sæti sínu og muldraði: „Guð minn góður“ að leik­kon­unni Char­lotte Gains­bourg sagði von Trier: „En það er ákveðinn punkt­ur sem ég vil koma á fram­færi með þessu.“

„Það sem ég er að segja er að ég skil mann­inn. Hann er ekki það sem við mynd­um kalla góður gaur, en jú, ég skil mikið varðandi hann, og ég hef pínu­litla samúð með hon­um, já. En, í al­vöru talað, þá er ég ekki stuðnings­maður síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Og ég er ekki á móti gyðing­um.“

Blaðamenn virt­ust nokkuð gáttaðir á um­mæl­um leik­stjór­ans sem var í fram­hald­inu spurður um skoðun sína á Ísra­el og Al­bert Speer, sem var helsti arki­tekt nas­ista.

„Ég styð gyðinga, hins veg­ar ekki of mikið, því Ísra­el er verk­ur í aft­ur­end­ann. Eigi að síður - hvernig get ég lokið þessu - það sem ég vildi segja, um list­ina, er að ég er mjög hrif­inn af Speer,“ sagði von Trier og bætti við að Speer, sem er dæmd­ur stríðsglæpa­maður, hafi verið hæfi­leika­rík­ur.

„Allt í lagi, ég er nas­isti,“ sagði von Trier og yppti öxl­um. Hann bað síðar af­sök­un­ar á þess­um um­mæl­um sín­um en það dugði ekki til því hann var rek­inn af hátíðinni. Þrátt fyr­ir það keppti mynd hans um helstu verðlaun­in í Cann­es og hlaut Dunst verðlaun fyr­ir best­an leik í kven­hlut­verki.

Í til­kynn­ing­unni í dag vís­ar hann til blaðamanna­fund­ar­ins og að fram­koma hans þar sýndi að hann væri ófær um að tjá sig án þess að gera mis­tök og því hefði hann ákveðið að frá og með deg­in­um í dag mundi hann hætta að tjá sig op­in­ber­lega.

Svo virðist sem það hafi ekki held­ur tek­ist þar sem franski sak­sókn­ar­inn, Jean-Michel Cail­leau, seg­ir að leik­stjór­inn hafi ekki verið ákærður fyr­ir eitt eða neitt. Ekki sé hægt að leggja fram ákæru fyrr en dóm­ur hef­ur lagt mat á niður­stöðu rann­sókn­ar. Hins veg­ar sitji sak­sókn­ara­embættið ekki með hend­ur í skauti eft­ir um­mæli von Trier í Cann­es í vor. Franska lög­regl­an hafi verið í sam­bandi við danska starfs­bræður sína án þess að ákvörðun hafi verið tek­in um fram­haldið.

„Í þessu máli geta þeir ákært al­veg eins og við get­um ákært. Ég hef ekki enn tekið ákvörðun," seg­ir Cail­leau og bæt­ir við að í Frakklandi gæti von Trier átt yfir höfði sér ákæru um að verja stríðsglæpi.

Kirsten Dunst, Lars Von Trier og Charlotte Gainsbourg
Kir­sten Dunst, Lars Von Trier og Char­lotte Gains­bourg Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir