Bandaríska leikkonan Kristin Davis er orðin móðir en hún ættleiddi stúlku fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Davis, sem er þekktust fyrir leik sinn í Beðmálum í borginni, staðfestir þetta í samtali við People tímaritið. Hefur dóttirin verið nefnd Gemma Rose Davis og segir móðirin að hún hafi lengi þráð að eignast barn.