Stjörnum prýdd sjónvarpsauglýsing rokkstjörnunnar Bono, þar sem athygli er vakin á hungursneyð í heiminum hefur verið bönnuð vegna þess að talið er að hún brjóti í bága við lög um póliskan boðskap í auglýsingum.
Meðal stjarna sem leika í auglýsingunni eru George Clooney, Jessica Alba og Colin Farrell og markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um neyðina í Austur-Afríku.
Bresk stjórnvöld hvött til að láta til sín taka og þykir boðskapurinn of pólitískur, en ströng lög eru um sjónvarpsauglýsingar í Bretlandi.