Líkami Jacksons alþakinn örum eftir lýtaaðgerðir

Michael Jackson.
Michael Jackson. mbl.is/Cover Media

Fram kom í réttarhöldunum i Jacksons-málinu í dag að Michael Jackson hefði átt erfitt með að losa sig við þvag og það hefði tekið hann marga klukkutíma.  Einnig þjáðist hann af svo slæmri sveppasýkingu í tánöglunum að læknarnir héldu að hold hans væri að rotna.

Dr Conrad Murray, læknir Jacksons, sagði frá því að hann hefði verið þakinn örum eftir lýtaaðgerðir og verið gífurlega grannur því hann hvorki borðaði né drakk.  Líkami söngvarans var svo illa farinn að sjúkraliðunum sem voru sendir á heimili hans brá í brún þegar þeir sáu lík hans.  Murray sagði einnig að Jackson hefði notað gífurlegt magn rakspíra og Benoquin sem er krem sem lýsir húðina.

Á heimili Jacksons fundust tveir tómir sígarettupakkar og tveir pokar af rotnuðum kannabisefnum í ferðatösku.  Einnig fundust tómar flöskur undan deyfi- og kvíðalyfjum.

Samkvæmt framburði Murray var sjón söngvarans var orðin það slæm að hægt hefði verið að greina hann sem löglega blindan einstakling og sveppasýkingin á fótum söngvarans var orðin svo slæm að það var sársaukafullt fyrir hann að dansa.

Saksóknarinn heldur því fram að Murray hafi valdið dauða Jacksons með banvænum skammti af lyfinu Propofol sem ætti einungis að vera notað á sjúkrahúsi.

Í viðtali við lögregluna í morgun viðurkenndi Murray í fyrsta sinn að hann hefði gefið stjörnunni Propofol  og hefði gert það nánast daglega síðastliðna tvo mánuði.  Hann sagði frá því að Jackson hefði líkað lyfið mjög vel en hann hefði verið að reyna að venja hann af því.  Verjendur Murray halda því fram að Jackson hafi sjálfur tekið inn of stóran skammt af lyfinu þegar læknirinn var ekki viðstaddur.

Murray útskýrir að Jackson hafi grátbeðið hann um að hjálpa sér að sofna eftir að hafa reynt að sofna í meira en 8 tíma nóttina fyrir andlát hans.  „Ég verð að sofa, dr. Conrad,“ sagði Jackson. „Ég verð að æfa á morgun.  Ég verð að vera tilbúinn fyrir sýninguna í Englandi.  Ég mun þurfa að hætta við að koma fram því þú veist ég virka ekki rétt ef ég get ekki sofið.“

Murray sagði frá því að hann hefði ákveðið að þóknast Jackson og gefið honum meira Propofol.  „Ég vildi ekki að honum myndi mistakast. Það var ekki meiningin að slasa hann.  Ég hafði samúð með honum,“ sagði Murray í viðtalinu. 

Dr Christopher Rogers sem sér um læknisskoðanir hjá lögreglunni í Los Angeles er ekki sammála Murray.  Hann segir að söngvarinn hafi verið tiltölulega vel á sig kominn þegar hann lést. „Hann var heilbrigðari en meðalmanneskja á hans aldri.“

Hann ályktar að tíminn sem Jackson hafði einn í herberginu hafi verið of stuttur og að á þessum tíma hefði honum ekki tekist að taka lyfið, finna fyrir áhrifum þess og gefa upp öndina.  Dr. Rogers bendir einnig á að Murray hafi ekki haft réttu tólin til þess að mæla nákvæmt magn Propofol og því hefði hann auðveldlega getað misreiknað sig og gefið söngvaranum of mikið magn.  Niðurstaða dr. Rogers varðandi dánarorsök Jacskons var morð af völdum bráðrar Propofol-eitrunar.

Átakanlegar myndir voru sýndar í réttarsalnum í dag.  Katherine, móðir Jacksons, yfirgaf réttarsalinn áður en myndirnar voru birtar. 

í framburði Rogers kom einnig fram að „vandamálið sem hrjáði herra Jackson var svefnleysi og það er ekki viðeigandi að gefa Propofol við þær aðstæður.  Áhættan yfirvegur kostina.“  

Murray hefur hingað til sleppt því að minnast á það í framburði sínum að þegar hann kom inn í herbergið þar sem hann fann Jackson látinn var hann í símanum að tala við kærustu sína. Vitni og upptökur úr símum gefa til kynna að Murray hafi verið í rúmlega 45 mínútur í símanum og að skrifa tölvupóst áður en hann fann Jackson látinn en Murray heldur því fram að hann hafi aðeins yfirgefið herbergið í 2 mínútur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup