Í morgun var mál Lindsay Lohan tekið fyrir en hún var kærð fyrir að stela hálsmeni í Venice í Kaliforníu fyrr á árinu. Var Lohan skikkuð til að ljúka samfélagsþjónustu sem búið var að dæma hana í. Í síðustu viku var hún flutt til í samfélagsþjónustunni og færð í Rauða krossinn í staðinn.
Upphaflega var Lohan dæmd til 460 klukkustunda samfélagsþjónustu en það hefur gengið illa að fá hana til að vinna vinnuna. Í morgun var það ítrekað að hún þyrfti að klára þessa 460 klukkutíma.
Heimildarmaður segir í samtali við foxnews.com að vinir Lohan hafi áhyggjur af henni því hún taki þessu alls ekki nógu alvarlega.
„Henni virðist vera alveg sama og það er vissulega vandamál. Hún þarf að komast í meðferð hjá sérfræðingum.“
Á vefnum kemur fram að Lohan gæti fengið 18 mánaða fangelsisdóm ef hún haldi áfram að sömu braut og hunsi samfélagsþjónustuna.
Af þessu hafa vinir hennar miklar áhyggjur.