Rósirnar springa út

The Stone Roses. Rósirnar hafa verið vökvaðar og munu þær …
The Stone Roses. Rósirnar hafa verið vökvaðar og munu þær springa út á næsta ári með tónleikahaldi og rokkreisu.

Manchester-sveit­in The Stone Roses er vöknuð af 15 ára dvala en liðsmenn hljóm­sveit­ar­inn­ar hafa form­lega greint frá end­ur­kom­unni og fyr­ir­huguðu tón­leika­haldi.

Sveit­in, sem er ein sú áhrifa­mesta sem hef­ur skotið upp koll­in­um í Bretlandi á und­an­förn­um 20 árum, mun halda tvenna tón­leika í Heaton Park í Manchester, eða 29. og 30. júní á næsta ári. Í fram­hald­inu mun The Stone Roses leggja land und­ir fót og fara í rokkreisu um heim­inn.

Boðað var til blaðamanna­fund­ar í Lund­ún­um í gær. Þar kom fram að söngv­ar­inn Ian Brown og gít­ar­leik­ar­inn John Squire hafi náð að grafa stríðsöx­ina og þeir séu nú góðir vin­ir í dag. Þá von­ast hljóm­sveit­in til að gefa út plötu með nýju efni.

The Stone Roses var stofnuð í Manchester árið 1983. Hún gaf aðeins út tvær plöt­ur áður en hún steytti á skeri árið 1996, en þá lagði hún upp laup­ana.

Sam­nefnd­ur frumb­urður sveit­ar­inn­ar, sem kom út árið 1989, þykir mikið meist­ara­verk og áhrif­anna gæt­ir enn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þriðjungur af þrákelkni og tveir þriðju af vitneskju eru uppskriftin að yfirráðum á vinnustaðnum. Hafðu hugfast að ein lítil mistök geta dregið dilk á eftir sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þriðjungur af þrákelkni og tveir þriðju af vitneskju eru uppskriftin að yfirráðum á vinnustaðnum. Hafðu hugfast að ein lítil mistök geta dregið dilk á eftir sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant