Rósirnar springa út

The Stone Roses. Rósirnar hafa verið vökvaðar og munu þær …
The Stone Roses. Rósirnar hafa verið vökvaðar og munu þær springa út á næsta ári með tónleikahaldi og rokkreisu.

Manchester-sveitin The Stone Roses er vöknuð af 15 ára dvala en liðsmenn hljómsveitarinnar hafa formlega greint frá endurkomunni og fyrirhuguðu tónleikahaldi.

Sveitin, sem er ein sú áhrifamesta sem hefur skotið upp kollinum í Bretlandi á undanförnum 20 árum, mun halda tvenna tónleika í Heaton Park í Manchester, eða 29. og 30. júní á næsta ári. Í framhaldinu mun The Stone Roses leggja land undir fót og fara í rokkreisu um heiminn.

Boðað var til blaðamannafundar í Lundúnum í gær. Þar kom fram að söngvarinn Ian Brown og gítarleikarinn John Squire hafi náð að grafa stríðsöxina og þeir séu nú góðir vinir í dag. Þá vonast hljómsveitin til að gefa út plötu með nýju efni.

The Stone Roses var stofnuð í Manchester árið 1983. Hún gaf aðeins út tvær plötur áður en hún steytti á skeri árið 1996, en þá lagði hún upp laupana.

Samnefndur frumburður sveitarinnar, sem kom út árið 1989, þykir mikið meistaraverk og áhrifanna gætir enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka