Það er ekki lítið veldi á unglingastjörnunni Justin Bieber. Fyrir næstu plötu hefur hann fengið til liðs við sig ekki minni menn en Kanye West og Drake.
Jólaplata með Bieber kemur út í næstu viku en tvö ár eru síðan hann sendi frá sér sína fyrstu plötu, My World 2.0. Nýja breiðskífan mun kallast því frumlega nafni Believe og verður gerð mjög fljótt samkvæmt því sem Bieber sagði í viðtali við MTV. Eftir að hafa unnið með Busta Rhymes og Mariah Carey á jólaplötunni Under the Mistletoe segist hann vera í skýjunum yfir að hafa landað West og Drake.
Þá hefur Bieber sagst hafa áhuga á að framleiða hluta af plötunni sinni sjálfur á tölvunni sinni. Og umboðsmaður hans sagði í síðust viku að hin 17 ára kanadíska poppstjarna hygðist semja mest af lögunum á plötunni sjálfur og hefði alla hæfileika til þess.