Game of Thrones í ríki Vatnajökuls

Leikarinn Sean Bean í Game of Thrones.
Leikarinn Sean Bean í Game of Thrones.

Ríki Vatnajökuls verður sögusvið hinna gríðarvinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones. Margir hafa beðið spenntir eftir að ljóst varð að tökur á þáttunum, sem eru einir þeir umtöluðustu í Bandaríkjunum, muni fara fram hér á landi og nú liggur fyrir að ríki Vatnajökuls hefur verið valið sem tökustaður.

Fram kemur á fréttavef Í ríki Vatnajökuls að tökurnar fari fram í lok nóvember. Samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið þá á milli Marokkó og Íslands en Ísland varð fyrir valinu.

Það er framleiðslufyrirtækið Pegasus sem sér um að þjónusta verkefnið og er nú verið að leita að aukaleikurum til að leika í þeim þáttum sem verða teknir upp hér. Ríki Vatnajökuls hefur eftir Söru Nassim, framleiðanda hjá Pegasus, að leitað sé að bæði konum og körlum og þurfa karlarnir helst að vera skeggjaðir og vígalegir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka