Haraldur hafnaði Coldplay

Haraldur er ekki mesti aðdáandi Coldplay í heiminum.
Haraldur er ekki mesti aðdáandi Coldplay í heiminum. Eggert Jóhannesson

Coldplay sendi frá sér fimmtu breiðskífu sína, Xylo Myloto, í vikunni. Í tilefni af því er úttekt um hljómsveitina í nýjasta tölublaði Monitor.
Haraldi Frey Gíslasyni, Pollapönkara með meiru, bauðst að gerast trommuleikari Coldplay skömmu áður en sveitin skaust upp á stjörnuhimininn. Hann afþakkaði pent og þykir honum reyndar ekki mikið til tónlistar þeirra koma.


„Þegar Coldplay voru ekki ennþá búnir að gefa út Parachutes, þá fékk ég sem sagt bréf frá þeim í pósti, eða umboðsmanni þeirra. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem núna er hjá ÚTÓN, hafði verið eitthvað í tengslum við Coldplay og bent þeim á mig. Þeir höfðu nefnilega rekið trommarann sinn á þessu tímabili, sem varð reyndar aftur trommari bandsins síðar, svo þá vantaði trommara til að túra með þeim um Bretland þarna áður en Parachutes kom út, þetta var árið 1999 að mig minnir. Þeir sendu mér eitthvað demó og spurðu hvort ég væri til í að taka þennan túr,“ segir Haraldur. „Þeir sendu mér demó af lögum sem fóru síðan á Parachutes. Ég sagði bara nei, mér fannst þetta ógeðslega leiðinlegt efni. Þessi demó fannst mér ekki góð en þessi lög heppnuðust reyndar töluvert betur í endanlegri útgáfu á plötunni. Mér fannst reyndar Parachutes ágætisplata en mér finnst restin með þeim bara drasl og finnst Coldplay mjög leiðinleg hljómsveit.“

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Haraldur hefði ekki viljað taka þátt í þessu.
Haraldur hefði ekki viljað taka þátt í þessu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir