Pippa Middleton, systir verðandi drottningar Breta, á í viðræðum við bókaútgefendur um að skrifa bók. Bókin er sögð fjalla um hvernig halda á veislu, skreyta herbergi og fleira, en foreldrar hennar hafa í mörg ár rekið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja varning í afmæli og veislur.
Pippa Middleton vakti mikla athygli þegar hún var brúðarmey í brúðkaupi systur sinnar og Vilhjálms prins í sumar. Hún er 28 ára og fylgjast fjölmiðlar vel með því sem hún er að fást við.
Middleton á í viðræður við fleiri en eitt bókafélag, en búist er við að bókin verði metsölubók. Talsmaður hennar segir að hún sé áhugasöm um verkefnið.