Klæðnaðarbilun enn fyrir bandarískum dómstólum

Brjóstasýningin hefur dregið dilk á eftir sér.
Brjóstasýningin hefur dregið dilk á eftir sér. AP

Atvik þegar annað brjóst bandarísku söngkonunnar Janet Jackson beraðist í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar CBS árið 2004 er enn til umfjöllunar í bandarískum dómstólum.

Jackson var ásamt Justin Timberlake að skemmta í hléi í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar. Í miðju lagi greip Timberlake í hlíf, sem var á leðurbúningi Jackson og við blasti bert brjóst söngkonunnar.  Talið er að 90 milljónir manna hafi fylgst með beinni sjónvarpsútsendingu CBS sjónvarpsstöðvarinnar og 542 þúsund kvartanir bárust til stöðvarinnar í kjölfarið.

Bandaríska fjarskiptaráðið, sem hefur eftirlit með bandarískum sjónvarpsstöðvum, tók málið fyrir og ákvað árið 2006 að sekta CBS um 550 þúsund dali, rúmar 63 milljónir króna. Um er að ræða hæstu stjórnvaldssekt, sem bandarískri sjónvarpsstöð hefur verið gert að greiða.

CBS vísaði málinu til áfrýjunardómstóls í Pennsylvaníu sem ógilti ákvörðun stofnunarinnar árið 2008 á þeirri forsendu, að hún hefði verið gerræðisleg. Brjóstaberunin hefði aðeins sést í 9/16 úr sekúndu og gæti því varla talist stórvægilegt brot á fjarskiptalögum.

Fjarskiptaráðið bar þessa ákvörðun dómstólsins undir hæstarétt Bandaríkjanna, sem fyrirskipaði árið 2009, að áfrýjunardómstóllinn skyldi fjalla á ný um málið.  Skömmu áður hafði hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu, að réttmætt væri að sekta sjónvarpsstöðvar ef viðmælendur þeirra blótuðu eða notuðu önnur ljót orð í beinum útsendingum.

Nú hefur áfrýjunardómstóllinn komist á ný að niðurstöðu: Þeirri sömu og árið 2009. Segir dómurinn að ekki sé hægt að sakfella CBS nema sannað sé að stöðin hafi vísvitandi sent út ósiðlegt sjónvarpsefni.

Jackson  er yngsta systir poppsöngvarans Michaels Jacksons heitins. Dómstóll í Kalíforníu fjallar nú um, hvort einkalæknir Jacksons hafi gerst sekur um glæpsamlega vanrækslu þegar hann gaf Jackson sterkt svefnlyf í æð en það er talið hafa valdið dauða söngvarans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir