Nicole Scherzinger leikur vændiskonu

Nicole Scherzinger.
Nicole Scherzinger. mbl.is/Cover Media

Nicole Scherzinger á að leika hlutverk vændiskonu í endurgerð kvikmyndarinnar Jesus Christ Superstar.

Söngkonan mun leika Maríu Magdalenu í myndinni sem mun vera byggð á upprunalegu myndinni frá árinu 1973.  

Scherzinger hefur átt í leynilegum samræðum við Andrew Lloyd Webber sem að er maðurinn á bak við söngleikinn og hafa samningaviðræður átt sér staðin síðastliðna 6 mánuði. 

Scherzinger er hæfileikarík þegar kemur að söng og dans og er hún gífurlega spennt fyrir nýja verkefninu.  „Nicole er mikill aðdáandi laganna og vildi ólm taka þátt,„ sagði heimildarmaður breska blaðsins The Sun. 

Myndin á að koma út árið 2104 og er stefnan hjá framleiðendum að halda einnig tónleika svo að söngkonan geti flutt lög myndarinnar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar