Haglél á þrotum

Mugison í góðri sveiflu.
Mugison í góðri sveiflu.

Haglél, nýjasta plata Mugisons, er uppseld hjá dreifingaraðila. Fyrsta upplag hennar var rúmlega tíu þúsund eintök en það er nú búið. Platan er þó enn fáanleg í verslunum og á vef tónlistarmannsins. Er nýtt upplag á leiðinni til landsins.

Tónleikaferð Mugisons heldur áfram um komandi helgi og munu Mugison og vinir fara hringinn í kringum landið í þessari ferð. Leikið verður á Húsavík, Egilsstöðum, Neskaupsstað og Höfn og enn eru til miðar á tónleikana, en miðasala fer einnig fram á heimasíðu Mugisons. Uppselt hefur verið á allflesta tónleika Mugisons síðustu vikur og hefur hann spilað fyrir rúmlega 3.000 manns í heildina, um allt land.

Sjá má tónleikadagskrá hér að neðan:

3. nóvember – Húsavíkurkirkja, Húsavík, kl. 20
4. nóvember – Sláturhúsið, Egilsstaðir, kl. 21
5. nóvember – Rauða Torgið, Neskaupsstað, kl. 21
6. nóvember – Pakkhúsið, Höfn, kl. 21

10. nóvember – Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði Ströndum, kl. 20:30
11. nóvember – Edingborgarhúsið, Ísafirði, kl. 21
12. nóvember – Sjóræningjahúsið, Patreksfirði, kl. 21
13. nóvember - Hótel Stykkishólmur, Stykkishólmi, kl. 21

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar