Rak umboðsmann sem sagði henni að léttast

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. MARIO ANZUONI

Jennifer Lopez var í viðtali hjá leikkonunni Jane Fonda og spurði hún Lopez úti sögu sem hún hafði heyrt um að hún hafi rekið umboðsmann sem bað hana að grennast.  „Ég var bara svo ótrúlega reið yfir því að einhver segði að maður mætti ekki hafa smá kjöt á beinunum – því ég var engan veginn feit. Þetta var grimmt og þröngsýnt af honum.“ Lopez stóð á sínu og svaraði umboðsmanninum „Nei, þetta er sú sem ég er og ég ólst upp við það að þetta væri fallegt og að það sé engin ástæða til að vera einhver önnur en ég er.“

Fonda spurði Lopez út í lýtaaðgerðir.  „Satt best að segja ætla ég ekki að leggja dóm á það því ég þarf þess ekki strax. Ég vona að mér muni líða vel með sjálfa mig og að ég muni eldast vel.  En ég er opin fyrir því að vera opin.“

Lopez sem hóf feril sinn sem söngvari en færði sig svo yfir í leik og síðar í söng segir að P. Diddy, hennar fyrrverandi, hafi hjálpað henni mikið í því að læra inn á tónlistarheiminn.  Lopez er þrígift og stendur eins og er í sínum þriðja skilnaði við söngvarann Marc Anthony.  Fonda spurði Lopez út í ástarlíf hennar og einnig meint samband hennar og Bradley Cooper.  „Ég held að þegar það er auðvelt, þá sé það frábært,“ sagði Lopez.  „En þegar eitthvað slæmt gerir, þá fyrst lærir þú.“

Lopez segir að til þess að samband gangi verði maður að koma til móts við maka sinn. Lopez sagði frá því að hún teldi að besta ráð sem hún gæti gefið varðandi ástarmál væri að „þú verður að elska sjálfan þig fyrst.  Þú verður að geta haft það gott á eigin vegum áður en þú getur haft það gott með einhverjum öðrum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka