Andy Rooney látinn

Andy Rooney
Andy Rooney Reuters

Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Andy Rooney er látinn 92 ára að aldri. Rooney lést í gærkvöld á sjúkrahúsi í New York en hann fór nýverið í minni háttar skurðaðgerð þar.

Rooney sagði skilið við fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes í september sl. Rooney hefur átt fimm mínútna langt lokainnslag þáttanna allt frá árinu 1978 og hefur þar komið víða við, fjallað um allt milli himins og jarðar og ekkert mannlegt honum óviðkomandi. Seinasta innslag Rooney fór í loftið á sunnudaginn, 2. október, 1.097. innslagið. Rooney hóf fjölmiðlaferil sinn í seinni heimsstyrjöldinni þegar hann gegndi herþjónustu árið 1942, skrifaði fréttir í Stars and Stripes, fréttarit Bandaríkjahers, þá staðsettur í Lundúnum.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar