Karl Gústaf enn í vanda

Karl Gústaf, Svíakonungur
Karl Gústaf, Svíakonungur Reuters

Karl Gúst­af, Sví­a­kon­ung­ur, hef­ur enn einu sinni komið sér í vanda vegna þess sem hann læt­ur út úr sér við fjöl­miðla. Nú eru það um­mæli tengd því er for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, Geor­ge Pap­andreou, sagði að boðað yrði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Í sam­tali við sænska dag­blaðið Dagens Industri í vik­unni sagðist Karl Gúst­af ekki skilja hversu lang­an tíma taki að und­ir­búa slíka at­kvæðagreiðslu en rætt var um að hún færi fram í janú­ar eða des­em­ber. Ekki þykir viðeig­andi að kon­ung­ur Svíþjóðar, sem gegn­ir engu póli­tísku hlut­verki, sé að skipta sér af póli­tík annarra ríkja og hvað þá að blanda sér inn í jafn viðkvæma umræðu og mál­efni Grikk­lands eru. 

Sagðist Karl Gúst­af ekki skilja hversu lang­ur tími ætti að líða þar til at­kvæðagreiðslan færi fram. Að í tvo mánuði ætti efna­hags­kerfi heims­ins, einkum og sér í lagi í Evr­ópu, að bíða. Slíkt gangi bara alls ekki upp.

For­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Fredrik Rein­feldt, vildi ekki tjá sig um um­mæli kon­ungs­ins í sam­tali við sænska fjöl­miðla þegar eft­ir því var leitað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Gættu þess að ganga ekki svo hart fram að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Varastu að vera of gagnrýnin en vertu samt óhræddur því innsæi þitt er í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Gættu þess að ganga ekki svo hart fram að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Varastu að vera of gagnrýnin en vertu samt óhræddur því innsæi þitt er í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason