Keppnin Ungfrú heimur fer fram í Bretlandi í sextugasta skiptið á morgun og er búist við því að milljarður jarðarbúa fylgist með keppninni í sjónvarpi víðsvegar um heiminn. Íslenskar stúlkur hafa þrívegis sigrað í keppninni.
Alls taka 122 fegurðardrottningar þátt í keppninni á morgun en bein útsending frá keppninni verður í 150 löndum.
Keppnin fór fyrst fram árið 1951 þegar sænska fegurðar drottningin Kiki Haakansson fór með sigur af hólmi. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fór með sigur af hólmi árið 2005 og var hún þriðja íslenska stúlkan sem var kjörin Ungfrú heimur, en Hólmfríður Karlsdóttir vann árið 1985 og Linda Pétursdóttir árið 1989.