Ungfrú heimur er munaðarlaus

Ivian Sarcos, ungfrú heimur 2011.
Ivian Sarcos, ungfrú heimur 2011. Reuters

Nýkrýnd ungfrú heimur, Ivian Sarcos frá Venesúela, segir erfið uppvaxtarskilyrði ekki hafa hindrað sig í að láta drauma sína rætast, en hún ólst upp á munaðarleysingjaheimili. Sarcos er 22 ára og starfar við fjölmiðla auk þess að hafa lokið háskólagráðu í starfsmannastjórnun.

Hún er ein þrettán systkina og missti foreldra sína þegar hún var átta ára. Næstu fimm árin bjó hún á munaðarleysingaheimili sem var rekið af nunnum.

Hún sagði eftir krýninguna í kvöld að sigur hennar sannaði það að aðstæður fólks í lífinu geta tekið stakkaskiptum.

„Þetta hefur kennt mér að þó að lífið geti verið erfitt, þá getur það breyst,“ sagði hún.

Sarcos segist hafa verið borin ofurliði af tilfinningum þegar úrslitin voru kunngjörð. „Ég er svo ótrúlega hamingjusöm, fyrir þetta tækifæri og vegna þess að ég sigraði. Ég er þakklát fyrir líf mitt.“

Næsta árið mun hún starfa að góðgerðarverkefninu „Miss World's Beauty with a Purpose“ eða Fegurð með tilgang, en það hefur safnað 800 milljónum Bandaríkjadollara á undanförnum 40 árum.

Sarcos segist vilja hjálpa börnum sem búa við sömu aðstæður og hún gerði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir