Hnefaleikakappinn Joe Frazier er látinn eftir stutta baráttu við krabbamein í lifur.
Frazier greindist með krabbamein í lifur fyrir nokkrum vikum síðan.
Frazier sem varð 67 ára að aldri, er goðsögn í sögu hnefaleikanna líkt og Muhammad Ali. Frazier var fyrsti maðurinn til að sigra Ali en það gerðist í keppni árið 1971. Frazier tapaði síðan næstu tveimur viðureignum við Ali.
Joe Frazier var heimsmeistari í þungavigtarflokki í hnefaleikum á árunum 1970-1973 en hann vann titilinn eftir viðureign við Jimmy Ellis í New York. Þremur árum síðar tapaði hann titlinum til George Foreman.
Frazier vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið þegar hann keppti í stað Buster Mathis, sem hafði unnið hann í forkeppni en gat síðan ekki keppt vegna meiðsla.