Tom Cruise á leið til landsins

Von er á 200 manna tökuliði með Cruise.
Von er á 200 manna tökuliði með Cruise. Reuter

Að öllum líkindum er von á Hollywood-megastjörnunni Tom Cruise til landsins næsta sumar og mun hann dvelja hér í nokkrar vikur við upptökur á framtíðarþrillernum Oblivion. Talið er að um 200 manna tökulið  fylgi leikaranum til landsins.

Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Það er kvikmyndaverið Universal sem framleiðir en leikstjórinn verður Joseph Kosinski sem síðast leikstýrði Tron: Legacy með Jeff Bridges í aðalhlutverki.

Kaldranaleg íslensk náttúra verður eyðilögð jörðin í framtíðinni, þegar jarðarbúar hafa flutt í nokkurs konar skýjaborgir. Cruise mun leika hermann sem sendur er aftur til jarðar til þess að tortíma framandi verum en babb kemur í bátinn þegar hann rekst á unga og fallega konu sem hann veit ekki hvort er vinur eða óvinur.

Þær leikkonur sem helst hafa verið nefndar í tengslum við hlutverk téðrar fallegu konu eru Kate Beckingsdale, Diane Kruger og Hayley Atwell.

Gert er ráð fyrir að tökurnar fari aðallega fram á hálendinu en leikstjórinn Kosinski ferðaðist um landið til að skoða tökustaði síðastliðið sumar í fylgd starfsmanna True North sem annast skipulagningu hérlendis.

Gert er ráð fyrir að myndin  kosti 12 milljarða í framleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan