Markaður til styrktar Guðmundi Felix

Guðmundur Felix Grétarsson
Guðmundur Felix Grétarsson mbl.is

Svölurnar efna til markaðar um helgina til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir 14 árum. Guðmundur er á förum til Frakklands í handleggjaágræðslu sem er mjög kostnaðarsöm aðgerð. Aðgerðin flokkast undir tilraunalækningar og nýtur því ekki opinberra styrkja.

Markaðurinn verður í Veislusalnum í Skógarhlíð 20, áður Ými, á laugardag og sunnudag kl. 10 til 18. Á markaðnum verður ýmiss konar varningur á hagstæðu verði en allur ágóði sölunnar af markaðnum rennur til Guðmundar Felix.

Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja og flugþjóna, hvetja sem flesta til að mæta á markaðinn og gera hagstæð kaup og leggja um leið góðu málefni lið.

Á morgun, föstudaginn 11. nóvember, verða Svölur í Veislusalnum að taka á móti varningi á markaðinn frá þeim sem geta og vilja leggja eitthvað af mörkum til þessa verðuga verkefnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir