Kennir Robert Wagner um dauða Natalie Wood

Skipstjóri snekkju, sem leikarahjónin Robert Wagner og Natalie Wood sigldu með fyrir þrjátíu árum, segist nú ekki hafa sagt satt í yfirheyrslum þegar lát Wood var rannsakað. Skipstjórinn segist kenna Wagner um að Wood drukknaði í þessari sjóferð.

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í vikunni að þau hefðu tekið aftur til rannsóknar lát  Wood sem drukknaði árið 1981. Sagðist lögreglan í Los Angeles hafa fengið nýjar upplýsingar tengdar málinu en neitaði að gefa nánar upp í hverju þær felast.

Nú hefur Dennis Davern, sem var skipstjóri snekkjunnar, sagt í viðtali við þáttinn Today hjá sjónvarpsstöðinni NBC, að hann hafi gert mistök þegar hann sagði ekki sannleikann um sjóferðina. Hafi hann hvatt morðdeild lögreglunnar í Los Angeles til að taka málið upp að nýju. 

Þau Wagner, Wood og leikarinn Christopher Walken voru í gleðskap um borð í snekkjunni en morguninn eftir fannst Wood látin í sjónum og hafði drukknað. Niðurstaða rannsóknar var að Wood hefði verið undir áhrifum áfengis og kynni að hafa dottið í sjóinn þegar hún reyndi að komast um borð í léttabát.

Davern segist nú telja, að Wagner hafi vísvitandi reynt að hafa áhrif á rannsóknina á láti Wood og að Wagner beri ábyrgð á dauðsfallinu.

Wood var 43 ára þegar hún lést. Hún var þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndum eins og  West Side Story og  Rebel Without a Cause. Hún var tilnefnd til þriggja óskarsverðlauna og vann fjölda annarra verðlauna fyrir leik sinn.

Natalie Wood.
Natalie Wood.
Robert Wagner í hlutverki sínu í myndinni Austin Powers.
Robert Wagner í hlutverki sínu í myndinni Austin Powers.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka