Kennir Robert Wagner um dauða Natalie Wood

Skipstjóri snekkju, sem leikarahjónin Robert Wagner og Natalie Wood sigldu með fyrir þrjátíu árum, segist nú ekki hafa sagt satt í yfirheyrslum þegar lát Wood var rannsakað. Skipstjórinn segist kenna Wagner um að Wood drukknaði í þessari sjóferð.

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í vikunni að þau hefðu tekið aftur til rannsóknar lát  Wood sem drukknaði árið 1981. Sagðist lögreglan í Los Angeles hafa fengið nýjar upplýsingar tengdar málinu en neitaði að gefa nánar upp í hverju þær felast.

Nú hefur Dennis Davern, sem var skipstjóri snekkjunnar, sagt í viðtali við þáttinn Today hjá sjónvarpsstöðinni NBC, að hann hafi gert mistök þegar hann sagði ekki sannleikann um sjóferðina. Hafi hann hvatt morðdeild lögreglunnar í Los Angeles til að taka málið upp að nýju. 

Þau Wagner, Wood og leikarinn Christopher Walken voru í gleðskap um borð í snekkjunni en morguninn eftir fannst Wood látin í sjónum og hafði drukknað. Niðurstaða rannsóknar var að Wood hefði verið undir áhrifum áfengis og kynni að hafa dottið í sjóinn þegar hún reyndi að komast um borð í léttabát.

Davern segist nú telja, að Wagner hafi vísvitandi reynt að hafa áhrif á rannsóknina á láti Wood og að Wagner beri ábyrgð á dauðsfallinu.

Wood var 43 ára þegar hún lést. Hún var þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndum eins og  West Side Story og  Rebel Without a Cause. Hún var tilnefnd til þriggja óskarsverðlauna og vann fjölda annarra verðlauna fyrir leik sinn.

Natalie Wood.
Natalie Wood.
Robert Wagner í hlutverki sínu í myndinni Austin Powers.
Robert Wagner í hlutverki sínu í myndinni Austin Powers.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach