Kallar Hawn sjálfhverfa og kynlífssjúka

Goldie Hawn og Kurt Russell. Börn Hawn og Bill Hudson …
Goldie Hawn og Kurt Russell. Börn Hawn og Bill Hudson líta á Russell sem föður sinn. AP

Bill Hudson, fyrrverandi eiginmaður Goldie Hawn og faðir Olivier og Kate Hudson, hefur gefið út æviminningar sínar og fer hann ekki fögrum orðum um Hawn í bókinni. Hann segir hana vera sjálfhverfa og kynlífssjúka.

Hudson segir að Hawn hafi neytt kókaíns og hafi samband þeirra hafist á meðan Hawn var enn gift fyrsta eiginmanni sínum, dansaranum og leikstjóranum Gus Trikonis. Hann segir einnig að hún hafi krafist þess að hjónaband sitt og Hudsons væri opið og því átti hún oft náin kynni við aðra karlmenn á meðan hjónabandinu stóð.

Hudson segir að í upphafi sambands þeirra hafi Hawn viljað stunda kynlíf út um allt. Þegar þau kynntust fyrst hafi þau reykt hass tímunum saman og svo stundað kynlíf í ótalmarga klukkutíma.

Hudson fer engum silkihönskum um dóttur sína, leikkonuna Kate Hudson, í bókinni. Hann kallar hana dekurrófu sem hafi verið þvinguð og óheiðarleg í samskiptum við sig og segir að Hawn hafi snúið börnum þeirra gegn honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka