Demi Moore er tvíkynhneigð

Kutcher og Moore þegar allt lék í lyndi.
Kutcher og Moore þegar allt lék í lyndi. mbl.is/Cover Media

Fram kemur á Daily Mail að ein af ástæðum Demi Moore fyrir að binda enda á sex ára hjónaband sitt og Ashtons Kutchers sé að hún sé tvíkynhneigð.

Fram kemur að hjónaband þeirra hafi verið mun flóknara en fólk geri sér grein fyrir og ástæðan fyrir sambandsslitunum byggist ekki einungis á framhjáhaldi Kutchers.

Haldið er fram að Moore og Kutcher hafi verið í opnu sambandi út af tvíkynhneigð Moore.

„Moore hrífst af konum jafnmikið og af karlmönnum, þannig að hún fékk ekki alltaf allt sem hún þurfti hjá Kutcher,“ segir heimildarmaður í samtali við tímaritið Star.

„Allir í Hollywood vita af þessu fyrirkomulagi þeirra en hafa náð að halda því leyndu fyrir almenningi,“ segir heimildarmaðurinn einnig þegar hann er spurður út í opna sambandið.

Moore skipti sér ekki mikið af því að Kutcher væri að reyna við aðrar konur. Fyrir eitthvert kraftaverk náðu þau að halda sambandinu gangandi öll þessi ár. Að sögn heimildarmanns „báru þau alltaf virðingu hvort fyrir öðru og það var alltaf gaman hjá þeim“.

Eftir að framhjáhald Kutchers komst í hámæli hætti sambandið að vera dans á rósum og ljóst að hjónabandið myndi ekki endast miklu lengur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir