Boyle vill ættleiða Bieber

Susan Boyle vill ættleiða Justin Bieber
Susan Boyle vill ættleiða Justin Bieber mbl.is/Cover Media

Susan Boyle segist vilja ættleiða Justin Bieber.

Skoska söngkonan, sem varð heimsfræg eftir þátttöku sína í Britain's Got Talent árið 2009, var á dögunum í viðtali við Piers Morgan og þar viðurkenndi hún að sín stærsta ósk væri að fá Bieber inn á heimilið.

„Ég elska þennan fræga strák sem er á allra vörum. Ég hef sagt það áður en ég mundi virkilega vilja ættleiða drenginn,“ útskýrir hún.

Söngkonan hefur selt milljón eintök af plötunni sinni og er fræg út um allan heim eftir ógleymanlega þátttöku í Britain's Got Talent þar sem hún tók lagið I Dreamed a Dream.

„Ég held að fólk sjái mig sem alvörumanneskju, ekki einhverja sem hefur verið framleidd. Ég hef aldrei notað bótox og andlit mitt er ekki strekkt,“ segir söngkonan ánægð.

Hún segist fá mörg falleg bréf og gjafir frá áhorfendum sem þakkarvott fyrir innblásturinn sem hún veiti þeim.

Þrátt fyrir alla velgengnina er Boyle ennþá á lausu en hún segist vilja finna fullkominn mann og trúir að það muni gerast einn daginn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir