Vilhjálmur hertogi af Cambridge var annar tveggja flugmanna á þyrlu sem bjargaði tveimur rússneskum sjómönnum af skipi sem sökk í Írska hafinu í nótt. Búið er að finna lík eins sjómanns, en fimm er saknað.
Vilhjálmur er þyrluflugmaður hjá Royal Air Force. Hann var kallaður út í nótt þegar neyðarkall kom frá flutningaskipinu Swanland. Sjór fossaði þá inn í skipið sem var statt um 20 sjómílur frá landi. Þyrla og björgunarskip voru send á staðinn. Björgunarþyrlu tókst að finna tvo menn á lífi og einn sem var látinn. Litlar líkur eru taldir að fleiri finnist á lífi, en björgunarmenn hafa leitað í allan dag.