Fjölmiðla grunar að söngkonan Rihanna sé ekki eins rík og fólk heldur. Vefmiðillinn MediaTakeOut.com sagði frá því fyrr á þessu ári að Rihanna væri í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Nú virðist sem það eigi við rök að styðjast.
Nú hefur söngkonan sett villu sína á sölu og er svo örvæntingarfull að hún er til í að láta hana á 2,5 milljónum dollara undir kaupverði. Söngkonan keypti húsið fyrir tveimur árum og því ætti það ekki að vera ódýrara í dag en þá.
Rihanna setti villuna á lista yfir húsnæði á skortsölu. Ástæðan er sú að eignin er yfirveðsett og því bara spurning um að kaupandi taki skuldirnar yfir. Bankinn er þó ekki alveg á því þar sem hann óttast að Rihanna muni ekki aflétta veðinu.
Þetta þýðir að annaðhvort á hún enga peninga eða hún er í fjárhagslegri neyð og þar af leiðandi ekki með heimild til að setja villuna á skortsölu.
Söngkonan auglýsti húsið samt sem áður á skortsölu, og er talið að hún hafi vitað að hún uppfyllti ekki skilyrði til þess að mega gera það og gæti verið tekin fyrir svik. Hún ákvað engu að síður að hætta á það.
Þetta gefur til kynna að hún sé í peningavandræðum. Hún er einn farsælasti listamaður í heimi og ætti því ekki að vera í neinum vandræðum með fjárhaginn. Kannski hirða yfirmenn hennar, eins og Jay-Z, allan gróðann, hver veit?