Þvær hárið ekki oftar en tvisvar í viku

Nicole Scherzinger veit ýmsilegt um útlit
Nicole Scherzinger veit ýmsilegt um útlit mbl.is/Cover media

Nicole Scherzinger segist hafa lært allt um hár, förðun og klæðnað á tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni, The Pussycat Dolls. 

„Ég lærði allt um hár og förðun eftir tónleikaferðalagið með The Pussycat Dolls. Við gerðum þetta bara sjálfar, “ viðurkennir söngkonan í viðtali við tímaritið Glamour. „Við reyndum að draga fram allan þann kynþokka sem við höfum upp á að bjóða.“

Ekki er hægt að segja að stíll hljómsveitarmeðlima hafi verið látlaus, en nú á dögum er Scherzinger mun náttúrulegri í útliti og kýs að fara sínar eigin leiðir í leit að eigin stíl.

Eitt af leynibrögðum Scherzinger er að þvo hár sitt ekki of oft, og alls ekki oftar en tvisvar í viku. Hún segir að ef hárið sé þvegið oftar fái náttúrulega olían, sem hárið myndar, ekki að njóta sín, hárið verði þurrt og leiðinlegt viðureignar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar