„Ég svaf hjá framleiðandanum“

Spencer ánægð með hlutverkið
Spencer ánægð með hlutverkið mbl.is/Cover media

Octavia Spencer sem sló í gegn í kvikmyndinni The Help þurfti að berjast fyrir hlutverki sínu. Spencer, sem er 41 árs, var gestur í sjónvarpsþætti Anderson Cooper á fréttastöðinni CNN þar sem hún sagði mikla samkeppni hafa verið um hlutverkið. Auk hennar voru Mo'Nique og Jennifer Hudson orðaðar við hlutverkið, sem Spencer landaði. Og frammistaða Spencers var með þeim hætti að nafn hennar hefur verið nefnt í sömu andrá og Óskarsverðlaunin.

En þegar Cooper spurði hana hvers vegna í ósköpunum hún hefði landað hlutverkinu stóð ekki á svarinu. „Ég svaf hjá framleiðandanum,“ sagði Spencer og hló. Þess má þó geta að hún og framleiðandinn, Tate Taylor, eru góðir vinir og hafa verið síðustu 17 ár.

Tate kynnti Spencer fyrir höfundi The Help, Kathryn Stockett, og á Stockett að hafa heillast svo af Spencer að hún notaði persónueinkenni hennar við skrif sín á bókinni sem myndin er gerð eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir