Mugison spilar líka á landsbyggðinni

Mugison er þekktur fyrir kröftuga sviðsframkomu.
Mugison er þekktur fyrir kröftuga sviðsframkomu. Mbl.is/HAG

Um 16 þúsund manns voru að jafnaði inni á vefsíðunni Midi.is í gær í þrjá klukkutíma, þangað til ljóst varð að allir miðar voru farnir. Mugison hefur ákveðið að bregðast við þessari gríðarlegu ásókn með því að bæta við ókeypis tónleikum á nokkrum stöðum á landsbyggðinni.

Segja má að hálfgerð karnivalstemning hafi myndast um miðjan dag í gær þegar virtist sem hálf þjóðin ætlaði að reyna að næla sér í miða á ókeypis tónleika með Mugison. „Þetta var stuð og það er bara stórkostlegt að 5.600 manns skuli komast ókeypis á tónleika,“ segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu, en vefsíðan hrundi um tíma vegna álags. „Það var náttúrulega mjög leiðinlegt að þetta skyldi gerast, en ég held það væru fá kerfi sem gætu þolað svona rosalegt álag.“

Strax klukkan 12 þegar opnað var fyrir útbýtingu miða komu tæplega 16 þúsund manns inn á síðuna og sá fjöldi hélst þar til rétt fyrir þrjú. Miðarnir á síðustu tónleikana, sem bætt var við á miðnætti, ruku út á tæpum 10 mínútum. Ólafur Thorarensen framkvæmdastjóri Midi.is segir að annað eins álag hafi ekki áður verið á vefnum. Búið var að gera ýmsar ráðstafanir til að standa undir aukinni umferð en það dugði ekki til.

Mugison þakkar á Facebook síðu sinni öllum þeim sem vildu koma á tónleika með sér fyrir að gera gærdaginn ógleymanlegan. „Vá hvað ég hlakka til að spila fyrir ykkur, get ekki beðið,“ segir hann. Þeir sem ekki komast geta huggað sig við að fyrstu tónleikarnir í Hörpu verða teknir upp og spilaðir á Rás 2 sama dag. Þá hefur Mugison í hyggju að bæta við ókeypis tónleikum á Akureyri, Seyðisfirði, Bolungarvík og í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar verða birtar um það síðar að sögn Mugison.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir