París hreppir aðalhlutverkið í ævintýramynd

Paris Jackson.
Paris Jackson. mbl.is/Cover Media

París Jackson, hin 13 ára gamla dóttir Michaels Jacksons, hefur ekki dregið dul á löngun sína til að feta í fótspor föður síns og ná frama innan skemmtanaiðnaðarins. Nú fær hún loks að spreyta sig í aðalhlutverkinu í nýrri ævintýramynd, Lundon's Bridge and the Three Keys, sem byggð er á sjónvarpsþáttaröð Dennis H. Christen. Í myndinni, sem skartar bæði leikurum og teiknimyndahetjum, fer París með hlutverk aðalsöguhetjunnar sem rétt eins og París sjálf ber mikla ást til föður síns.

Fjölskylda Parísar hafði hvatt hana til að bíða til 18 ára aldurs með að reyna fyrir sér í kvikmyndaleik, að sögn talsmanns breska dagblaðsins The Sun. En þar sem söguefni myndarinnar höfðaði svo sterkt til hennar stóðst hún ekki mátið. Lundon's Bridge and the Three Keys fjallar um vinskap og töfra og París er sannfærð um að faðir hennar Michael hefði hrifist jafnmikið af sögunni og hún. Allur ágóði af frumsýningu myndarinnar mun renna til almenningsskóla í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan