Mugison býður á fleiri tónleika

Mugison nýtur mikilla vinsælda.
Mugison nýtur mikilla vinsælda. mbl.is/Skapti

Tónlistarmaðurinn Mugison, sem ákvað nýverið að bjóða landsmönnum á tónleika í tónlistarhúsinu Hörpu hinn 22. desember, hyggst bæta við tónleikum í öllum landsfjórðungum. Þeir verða einnig í boði tónlistarmannsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að viðtökur vegna tónleikanna í Hörpu hafi farið fram úr björtustu vonum og færri fengið miða en vildu.

„Vegna ábendinga fjölda fólks víðsvegar að af landinu hefur verið ákveðið að bæta við tónleikum í öllum landsfjórðungum, til að gefa öllum landsmönnum færi á að komast á góða tónleika,“ segir í tilkynningu frá Mugison.

Frítt verður á öllum stöðum og sjá má dagskrá hér að neðan.

16. des - föstudagur

Akureyri - Græni hatturinn kl. 20:00 & 23:00

Afhending miða verður mánudaginn 12. des kl. 13:00 á Græna hattinum

17. des - laugardagur

Bolungarvík - Félagsheimilið Bolungarvík kl. 20:00

Afhending miða verður föstudaginn 16. des kl. 13:00 í Félagsheimilinu Bolungarvík

18. des - sunnudagur

Seyðisfjörður - Félagsheimilið kl. 20:00

Opið verður fyrir alla meðan húsrúm leyfir

19. des - mánudagur

Vestmannaeyjar - Höllin kl. 20:00

Opið verður fyrir alla meðan húsrúm leyfir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Loka