Lottóóðir Spánverjar í röðum eftir miðum

Fólk bíður nú í röðum eftir að kaupa miða en …
Fólk bíður nú í röðum eftir að kaupa miða en dregið verður úr pottinum á morgun. Reuter

Milljónir kreppuþjáðra Spánverja standa nú í röðum eftir miðum í jólalottóútdrættinum þar sem hæsti vinningur hefur verið kallaður „Sá feiti,“ eða El Gordo. Vinningarnir eru þeir hæstu í heimi og nema samtals 3,6 milljörðum evra, eða 576 milljörðum íslenskra króna.

Dregið hefur verið úr þeim feita á jólum í næstum tvöhundruð ár en áætlað er að fjórir af hverjum fimm Spánverjum kaupi lottómiða fyrir útdráttinn og eyði að jafnaði 60 evrum í miðana.

Vinningsféð, 3,6 milljarðar evra, nemur um 70% af miðasölutekjum spænska lottósins.

Gert er ráð fyrir að spænsk heimili muni eyða um 560 evrum, eða um 90 þúsund íslenskra króna, í jólin í ár en það er 114 evrum minna en í fyrra.

Stjórnvöld þar í landi hafa tilkynnt um niðurskurð upp á 16,5 milljarða evra á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlutum. Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlutum. Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir