Danskur ísbjarnarhúnn ný netstjarna

Siku fær pelann sinn.
Siku fær pelann sinn.

Ísbjarnarhúnninn Siku, sem fæddist í dýragarðinum í Djursland í Danmörku í nóvember, er orðin stjarna á netinu en myndskeið um húninn er m.a. það mest lesna á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Starfsfólk dýragarðsins hefur orðið að gefa honum mjólk úr pela vegna þess að móðir hans mjólkaði ekki. Myndskeið af starfsmanni dýragarðins að gefa Siku pelann var sett á YouTube og þá var ekki að sökum að spyrja.

„Ég hef fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum um allan heim í dag. Ég botnaði ekkert í þessu fyrr en nú síðdegis fyrr en ég fékk að vita að myndskeiðið væri á BBC," hefur vefur B.T. eftir  Frank Vigh-Larsen, forstjóra dýragarðsins.

Vefur B.T.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar