Slys í lokaþætti X Factor

Melanie Amaro

Á fimmtu­dags­kvöld fór fram lokaþátt­ur X Factor í Banda­ríkj­un­um þar sem Mel­anie Amaro, Josh Krajcik og Chris Rene kepptu um fimm millj­ón doll­ara upp­töku­samn­ing.

Marg­ir þekkt­ir lista­menn tróðu upp þetta úr­slita­kvöld og þegar 50 Cent steig á svið fyr­ir fram­an 700 gesti í mynd­veri CBS í Los Ang­eles átti mikið óhapp sér stað baksviðs.

Sviðsmenn misstu stjórn á stiga­lyftu með þeim af­leiðing­um að tveir starfs­menn fengu hana í höfuðið og hún sópaði fót­un­um und­an þeim þriðja. Bráðaliðar voru fljót­ir á staðinn og náðu að hlúa að þeim meiddu. Í fram­hald­inu var þeim komið á heilsu­gæslu til nán­ari rann­sókna.

Ásamt 50 Cent stigu Just­in Bie­ber, Leona Lew­is, Ne-Yo og Stevie Wond­er á svið. Læri­sveinn L.A. Reid, Chris Rene, endaði í þriðja sæti og skjól­stæðing­ur Nicole Scherz­in­ger, Josh Krajcik, hafnaði í öðru sæti. Mel­anie Amaro, sem hafði upp­haf­lega verið send heim úr úr­taks­hópn­um áður en beinu út­send­ing­arn­ar hóf­ust, var und­ir hand­leiðslu Simons Cowells. Úr varð að Amaro stóð uppi sem sig­ur­veg­ari en hún átti ekki orð til og þurfti því Cowell sjálf­ur að þakka banda­rísku þjóðinni fyr­ir að gefa henni þetta tæki­færi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell