Slys í lokaþætti X Factor

Melanie Amaro

Á fimmtudagskvöld fór fram lokaþáttur X Factor í Bandaríkjunum þar sem Melanie Amaro, Josh Krajcik og Chris Rene kepptu um fimm milljón dollara upptökusamning.

Margir þekktir listamenn tróðu upp þetta úrslitakvöld og þegar 50 Cent steig á svið fyrir framan 700 gesti í myndveri CBS í Los Angeles átti mikið óhapp sér stað baksviðs.

Sviðsmenn misstu stjórn á stigalyftu með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn fengu hana í höfuðið og hún sópaði fótunum undan þeim þriðja. Bráðaliðar voru fljótir á staðinn og náðu að hlúa að þeim meiddu. Í framhaldinu var þeim komið á heilsugæslu til nánari rannsókna.

Ásamt 50 Cent stigu Justin Bieber, Leona Lewis, Ne-Yo og Stevie Wonder á svið. Lærisveinn L.A. Reid, Chris Rene, endaði í þriðja sæti og skjólstæðingur Nicole Scherzinger, Josh Krajcik, hafnaði í öðru sæti. Melanie Amaro, sem hafði upphaflega verið send heim úr úrtakshópnum áður en beinu útsendingarnar hófust, var undir handleiðslu Simons Cowells. Úr varð að Amaro stóð uppi sem sigurvegari en hún átti ekki orð til og þurfti því Cowell sjálfur að þakka bandarísku þjóðinni fyrir að gefa henni þetta tækifæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach