Brad Pitt eldist hratt

Brangelina.
Brangelina.

Brad Pitt segist hlakka til þess dags þegar hann getur skipt unglega útlitinu út fyrir visku.

Skarpleitur kjálki og guðdómlegur kroppur leikarans hafa fyrir löngu gert hann að kyntákni en í ljósi þess að hann er orðinn 47 ára segir hann að dagar hans sem draumaprins gætu senn verið taldir. Hann segist þó ekki hafa neinar sérlegar áhyggjur af því, enda telur hann að skilningur hans á lífinu og tilverunni aukist með aldrinum.

„Einn daginn mun ég bara skipta unglega útlitinu út fyrir visku,“ segir hann og hlær í viðtali við þýska OK!-tímaritið.

Brad og kærastan hans, Angelina Jolie, ala upp sex börn saman. Hann segist elska föðurhlutverkið, sem hann segir að hafi gjörbreytt lífi sínu.

Reglulega sést til hans úti að leika við Maddox (10 ára), Pax (8 ára), Zahara (6 ára), Shiloh (5 ára) og þriggja ára tvíburana Knox og Vivienne þótt hann viðurkenni að föðurhlutverkið hafi einnig sína ókosti. Eltingaleikirnir við börnin gera hann gjarnan dauðþreyttan og að svo mæltu segist hann vera byrjaður að taka eftir því að ellin sé farin að læðast aftan að sér.

„Þetta þreytir mann, maður. Ertu að grínast? Ég eldist hratt,“ segir hann í léttum dúr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup