Fékk hjálp við áramótaheitin

Eva Longoria.
Eva Longoria. mbl.is/Cover Media

Leikkonan Eva Longoria kallaði nýlega eftir hugmyndum að góðum áramótaheitum á Twitter-síðu sinni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Yfir hana hefur rignt tillögum og margt sem vakið hefur hrifningu hennar. Meðal hugmynda sem henni þykir mest til koma og hún hefur nú gert að áramótaheitum er að hugsa jákvætt, öðlast hamingju, gleyma vondum minningum og varðveita góðar.

Fleiri hugmyndir vöktu hrifningu hjá leikkonunni, meðal annars ein frá Twitter-vini sem ráðleggur henni að læra að meta líf sitt eins og það er því það geti allt verið breytt á morgun. Longoria fékk lögskilnað frá fyrrum eiginmanni sínum, Tony Parker, fyrr á árinu sem talinn er hafa verið leikkonunni ótrúr. Skilnaðurinn hefur tekið á en Longoria er staðráðin í að horfa björtum augum til framtíðar og reyna að gleyma því liðna. Hugmyndir hinna fjölmörgu Twitter-vina um áramótaheit hittu því beint í mark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka