Jólatónleikar írsku poppstjörnunnar Bono í miðborg Dublinar á aðfangadagskvöld virtust ætla að verða endasleppir þegar lögregla kom og skipaði honum að hætta.
Bono hefur undanfarna tvo áratugi komið ásamt vinum sínum með gítarinn í miðborg Dublinar á aðfangadagskvöld og sungið fyrir vegfarendur. Með þessu móti hefur hann aflað fjár fyrir heimilislausa í borginni.
Að sögn blaðsins Daily Star voru tónlistarmennirnir Damien Rice, Glen Hansard, Mundy, Declan O'Rourke Liam O'Maonlai með Bono og þeir sungu jólasöngva. Lögreglumaður, sem þekkti ekki Bono, kom á svæðið og skipaði tónlistarmönnunum að hætta að syngja.